Ferill 125. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 125 . mál.


Nd.

223. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum, nr. 29/1986.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur rætt frumvarpið á fundum sínum og fengið til viðtals Hrafn Bragason, formann réttarfarsnefndar, Gest Jónsson, formann Lögmannafélags Íslands, Birgi Kjartansson, formann Verndar, Davíð Þór Björgvinsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Ólaf Walter Stefánsson, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu og Þorstein A. Jónsson, deildarstjóra í dómsmálaráðuneytinu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt eins og efri deild afgreiddi það á þskj. 161. Þrír nefndarmanna undirrita álitið með fyrirvara.
    Sighvatur Björgvinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 29. nóv. 1989.



Jón Kristjánsson,


form., frsm.


Ólafur G. Einarsson,


fundaskr., með fyrirvara.


Guðni Ágústsson.


Friðjón Þórðarson,


með fyrirvara.


Ingi Björn Albertsson,


með fyrirvara.


Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.